Fjallabyggð og Stangveiðifélag Siglufjarðar hafa gert samning sér á milli vegna veiðistjórnunar, eftirlits og umsjón með Hólsá og Leyningsá á Siglufirði. Gildir samningurinn til ársins 2028.
Árgjald 2025
Félagar í Stangaveiðifélagi Siglfirðinga athugið. Búið er að senda kröfu í netbanka félaga vegna árgjalds 2025.
Gleðilegt sumar,
Stjórnin
Sala veiðileyfa í Kolku
Búið er að opna fyrir sölu veiðileyfa í Kolku inn á Veiðitorg.is. 4 stangir og einnig fylgir hús með veiðileyfum.
Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spúnn. Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að hafa samband við Þorgeir Bjarnason á netfangið dbjarna@simnet.is eða í síma 861-5980.
Haustfagnaði frestað
Kæru félagar
Haustfagnaður félagsins sem vera átti nk föstudagskvöld 30 nóv, fellur niður vegna óviðráðanlegra aðstæðna. Mun stjórnin athuga með nýja dagssetningu sem tilkynnt verður síðar.
Stjórnin
Ný vefsíða og Kolka opnar
Í dag 20. Júní, á fyrsta veiðidegi Kolku opnum við nýju vefsíðuna okkar.