20.06.2013
Það styttist verulega í að Fljótaáin opni og ekki seinna vænna að fara huga að búnaðinum. Bóna línur, smyrja hjól og huga að taumum. SR-byggingavörur hafa tekið til sölu all mikið af veiðibúnaði og því vert að heimsækja þá. Vesturröst býður félagsmönnum eftir sem áður góðan afslátt af veiðivörum líkt og undanfarin ár. Fljótaáin er í svo miklu vatni að veiðivörður man ekki eftir öðru eins en hann er nú bara einna nátta karlinn sá.